ég var að lesa fyrri blogg og gvuðminn, þetta er ekkert nema grátur og tár og væll.
nú er komið nóg af væli.
viðhorfsbreyting og ekki fleiri tár.
daði vinnuvinur minn spurði mig einmitt í gær hvort mér fyndist að strákar ættu að gráta.
ég hugsaði mig um.
niðurstaðan var eiginlega sú að það er í lagi að karlmenn gráti við ,,viðeigandi" viðburði og það að tárast er barasta allt í lagi, jafnvel yfir bíómynd.
daði var ekki sammála.
strákar eiga bara ekki að gráta.
finnst daða amk. og reyndar flestum strákunum úr einkabankaþjónustunni. og kannski eignastýringunni. merkilegt alveg. þegar þeir strákarnir voru spurðir þá sögðust flestir ekki muna hvenær þeir grétu síðast og þegar þeir gerðu það hafi það eflaust verið við jarðaför eða alvarleg sambandsslit.
einmitt.
bara alveg eins og ég.
aha aha.
grays anatomy what?
í gær enduðum ég og konan á vinnudjammi hjá mér. ég var orðin alveg helluð um níuleytið en endaði engu að síður til að verða fimm á djamminu með "nýju vinum" mínum. langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. eiki löggumaðurinn minn hrósaði mér í bak og fyrir. ég held það hafi verið sú fakta að ég var virkilega og innilega að skemmta mér. andlitsdrættirnir fylgdu skemmtuninni eftir.
ég hneykslaði víst nokkra bankastarfsmenn þegar ég sagði söguna af interrailinu mínu og elsu þegar fleyga setningin fékk að fjúka...
,, sjáðu ég get kúkað og farið í sturtu á sama tíma, þetta er snilld!"
ahhh good times.
laugardagurinn minn í dag var því með þunnara móti. ég er búin að vera á beit frá því ég vaknaði og í mega slúðri með konunni minni og systur minni og hennar yfir grays í allan dag. svona skemmtun verður bara ekki keypt.
svo var það rauði og þar er ég nú.
ég hef spáð í hlut sem heita örlög. ég ræddi við einhvern á djamminu í gær sem sagði mér að það væri ekkert til sem heita tilviljanir heldur væri þetta allt saman bara örlögin. ég verð að játa að sálfræðin mín gefur mér ekki mikið svigrúm til að trúa á örlög en hjartað mitt segir annað þar sem mér finnst þetta ótrúlega rómantíks tilhugsun. örlög. eitthvað svo mystískt og spennandi.
hvað um það, fékk símtal í kvöld sem endaði í skyggnilýsingu. spot on ef mætti gerast svo djörf. þetta var virkilega öðruvísi. hann lauk símtalinu á orðunum ,,ég var sendur til þín, þú áttir að fá þessi skilaboð".
alveg merkilegt verð ég að játa. mamma trúir einmitt frekar mikið á miðla og slíkt og ég geri það líka þrátt fyrir hvað vísindin segja. ég trúi á rómantík og þetta fylgir henni svoldið. þetta er líka bara ákveðin ráðgjöf og ekkert annað. hvað um það. langafi minn sem var sjómaður er sémsagt verndari minn. það er merkilegt í ljósi þess að mig hefur ofsalega oft dreymt að það fylgi mér maður og ég var bara að fatta að ég ruglaði saman bróður afa sem er látinn og þá afa mínum sem ég ekki kynntist. þeir voru víst líkir í útliti. merkilegt alveg. en það er gaman af þessu þó maður kannski lifi ekki eftir þessu í einu og öllu. en góð og falleg speki líkt og ,,fylgdu hjartanu" er bara góð vísa sem verður aldrei of oft kveðinn.
ég á víst að fylgja hjartanu. og ég mun eignast börn, einhvertíma. svo á ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég elski. hvern er ég ekki viss um en ég elska víst einhvern. hmmm. reyndar þá vildi hann líti gefa út á morgundaginn minn svo það kemur í ljós. hann spurði hvort mér hafi gengið illa í skóla, ég neitaði að kannast það en svo skaut hann á stjörnumerkið mitt og að ég væri ofsalega náin ömmu minni. meira að segja spurði hvort hún hafi alið mig upp. svo sagði hann að mamma mín kvartaði ekki undan verkjum, ég held að það sé rétt þó ég hafi reyndar ekki spurt hana út í það neitt beint.
en ég er víst sniðug og gáfuð ung stúlka sem þarf að láta hjúpinn sinn aðeins falla niður, á að hlusta á hjartað sitt og ekki flýja frá vandamálunum. já og ég á að hleypa aðeins að mér. það tengdist víst hjúpnum. og ég verð að fara trúa. alveg eins og konan í boston sagði, ég verð að fara biðja og trúa. hmm. það er hægara sagt en gert. kannski er málið að trúa á sjálfa sig áður en ég fer að tilbiðja aðra gvuði. byrja á mér. ekki það að ég setji mig í gvuða tölu, kannski gyðjutölu en ekki gvuða. allavega, trú. virkilega ábótavant virðist vera. víst ég er komin í ræktina fyrir líkamann þá get ég líka skráð mig í hina. hann kom líka inn á dagbókarskrifin og að ég þurfi að byrja á því aftur, ég held að það sé rétt hjá honum. sé fyrir mér að rússland muni nýtast fínt í þau skrif. hlakka mikið til verð ég að segja.
að öðru.
einkunn ekki komin. kannski ekki við öðru að búast en að verða svikin með tímasetningar eftir þetta ferðalag allt saman. elsa á afmæli og ég fer til rússlands í næstu viku og airwaves vikuna eftir það og svo útskrift. allt að gerast í október mánuði!
best að fara klára hér og hlakka til að vígja nýju fallegu gönguskónna mína á esjunni á morgun.
dobre noche
siggadögg
-sem trúir á kærleika, rómantík, fjölskyldu og einlægni-
3 ummæli:
Til hamingju, til hamingju, til hamingju, til hamingju, eeeeelsku besti snillingurinn minn!!!
Ohhh, heyri í þér á morgun!!!!!! - Ásrún færði mér s.s góðu fréttirnar :D
S
Wów - ég er allveg ringluð eftir þetta blogg.
Annað hvort varstu fellega timbruð þegar þú skrifaðir þetta - eða ég bara e-ð ekki deep í dag.
Þúrt sæt
Ble
Kata Amni í jú-ess-ei
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, Sigga Dögg. Þú ert svo yndislega opin þó þú kunnir að hafa hjúp. við erum öll með hjúp.
Skrifa ummæli